Strandabyggð: vill afnema vinnsluskyldu á byggðakvóta

Hólmavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt samhljóða þær sem sveitarfélagið vill að gildi við úthlutun á 140 tonna byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Samþykkt var að sótt yrði um undanþágu frá vinnsluskyldu á byggðakvótanum í byggðarlaginu en að löndunarskylda yrði á aflanum.

Þa var samþykkt að  25% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og 75% verði skipt hlutfallslega, til sömu skipa, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan byggðarlagsins á síðasta fiskveiðiári.

Engin fiskvinnsla er á Hólmavík.

DEILA