Pílu bjargað úr sjálfheldu

Hundurinn Píla í Bolungavík fannst í gær en hennar hafði verið saknað frá byrjun árs. Reyndist hún vera út á Stigahlíð fyrir utan Bolungavík í klettum þar föst í sjálfheldu. Fannst hún með aðstoð dróna og voru björgunarsveitarmenn kallaðir á vettvang til þess að ná hundinum niður.

Meðal björgunarsveitarmanna var Hólmfríður Vala Svavarsdóttir sem lýsti þessu svo og setti meðfylgjandi myndband með:

„Í gær fór ég í fyrsta útkallið mitt með Tindum. Þetta var svona hvolpasveitaverkefni því við vorum að sækja Pílu sem var búin að vera týnd í 20 daga, þar af tvær gular veðurviðvaranir. Það var pínu bras að komast að Pílu, hún faldi sig í helliskúta uppi í klettunum í Stigahlíðinni við Bolungarvík. Heiða Aðalbjargar og Runar Karlsson klifruðu upp ísvegg til að komast að henni. Það var notalegt að sjá Rúnar Óla síga með hana niður, hún var svo hrædd að hún hélt um fótinn á honum á leiðinni niður.“

https://www.facebook.com/hvalan/posts/10227498421752381

DEILA