Patrekshöfn: 418 tonn í desember

Agnar BA 125 kemur úr róðri. Mynd: Patrekshöfn.

Alls veiddu bátar frá Patreksfirði 418 tonn í síðasta mánuði. Vestri BA var á botntrolli og landaði 116 tonnum eftir 4 veiðiferðir. Aðrir bátar voru á línuveiðum. Af þeim var Núpur BA aflahæstur með 239 tonn í fimm veiðiferðum. Patrekur BA landaði 29 tonnum og Fönix BA 20 tonnum.

Aðrir bátar sem voru á veiðum í mánuðinum voru Sæli BA með 6 tonn, Agnar BA einnig með 6 tonn og Sindri BA sem landaði 3 tonnum.

DEILA