Páll í Selárdal: 400 ára minning

400 ár eru um þessar mundir liðin frá fæðingu séra Páls Björnssonar (1621–1706) prests og prófasts í Selárdal við Arnarfjörð. Ævi hans verður best lýst sem harmleik þrátt fyrir að hann hafi verið í stétt forréttinda allt sitt líf segir í kynningu Landsbókasafnsins á Páli en frá því í október hefur verið sýning á handritum hans.

Hann var mikilvirkur fræðimaður og er mikið af handritum úr hans fórum á handritasafni, en Páls er þó einkum minnst fyrir að koma sjö manneskjum á bálið þegar brennuöld stóð sem hæst. Gunnar Marel Hinriksson sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns tók saman efnið sem er á sýningunni.

DEILA