Lótushús með námskeið eftir viku

Hugleiðsluskólinn Lótushús býður upp á kynningu á Ísafirði starfsemi skólans um næstu helgi, helgina 21.-23. janúar 2022. Lótushús er hugleiðsluskóli sem býður upp á ýmis námskeið fyrir fólk sem vill efla sig andleg en allt sem þar er kennt er í boði án endurgjalds.

Markmið Lótushúss er að stuðla að jákvæðum breytingum í heiminum í gegnum innri umbreytingu einstaklinga. Á námskeiðunum læra þátttakendur einfaldar en áhrifaríkar aðferðir til að skapa innra jafnvægi, frið og styrk og verða þannig hæfari til að mæta áskorunum daglegs lífs. Með aukinni sjálfsþekkingu eykst einnig kærleikur, hamingja og innri sátt sem hefur djúpstæð áhrif á allt okkar líf segir í kynningu á skólanum á vefsíðu hans.

Það er Gná Guðjónsdóttir sem verður á ferð á Ísafirði og sér um kynninguna.

Tónlistarskóli Ísafjarðar mun leggja til húsnæði undir námskeiðið.

Nánari upplýsingar á lotushus.is

DEILA