Kringlur og snúðar frá gamla Bakaríinu björguðu málunum

Salvar og Vignir Guðmundssynir. Myndir: Eggert Stefánsson.

Patreksfirðingurinn Ólafur Sæmundsson rekur fyrirtæki á Höfuðborgarsvæðinu og hefur löngum skipt við Ísfirðingana Salvar og Vigni Guðmundssyni glugga- og hurðasmiði. Nýlega leitaði hann til þeirra en var fullákafur í því að reka á eftir verkinu. Fékk þann þau svo „að nú gengur þú full langt, þú ert bara með helvítis frekju, við erum nú lika að vinna fyrir aðra en þig.“

Ólafi brá nokkuð þegar hann áttaði á því hvernig komið var fyrir honum.

„Mitt síðasta hálmstra var að segja við þessa ágætu Ísfirðinga, róa sig, ég skal koma með kringlur og snúða úr Gamlabakaríinu á Ísafirði til ykkar. Þeir hlógu að þvi, sögðu þaði ómögulegt , það væri lengra til Ísafjarðar en Patró og þar i ofan á lag væri búið að loka Gamlabakaríinu.“

Ólafur hringdi í Dýrfirðinginn Eggert Stefánsson, sem býr á Ísafirði og bað hann um aðstoð í málinu.

„Eggert fór og hitti bakarann og verzlaði snúða kringlur og tveggja feta langa jólaköku, sendi mér það svo með flugi. Það var gaman að mæta a verkstæðið hjá bræðrunum i morgu [mánudag] og færa þeim með kaffinu. Þegar ég fór þá möluðu þeir, ja og það glansaði á þeim feldurinn sætabrauðs drengjunum fra Ísafirði.“

Voru Ólafi gefnar upp allar sakir eftir þessar óvæntu veitingar.

Snúðarnir úr Gamla bakaríinu.
Upprunavottorðið.

DEILA