Karfan: Keflavík vann nauman sigur á Vestra

UMF Keflavík vann nauman sigur á liði Vestra í körfuknattleik í Subway deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi 78:71. Keflvíkingar höfðu heldur yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu með 12 stiga mun í hálfleik. Jafnt varð í þriðja leikhluta og þann fjórða vann Vestri með 4 stiga mun.

Ken-Jah B var stigahæstur Vestramanna með 23 stig. Julio Calvar og Rubiera Rapaso skorðuu 14 stig hvor. Hugi Hallgrímsson gerði 8 stig og Hilmir bróðir hans 5 stig.

Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 20 stig en Vestri situr í 11. sæti með 4 stig.

DEILA