Ísafjarðarhöfn: 1.300 tonna afli í desember

Áskell og Vörður ÞH í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Heimir Tryggvaason.

Landað var 1.300 tonnum af botnfiski í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði. Allur aflinn veiddist í botntroll. Að auki var landað 486 tonnum af innfluttri rækju.

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni í desember og var með 291 tonn af afurðum. Páll Pálsson ÍS fór 4 veiðiferðir og kom með 361 tonn. Stefnir ÍS fór 5 veiðiferðir og landaði 418 tonnum.

Jóhanna Gísladóttir GK landaði einu sinni og var með 75 tonn. Eyfirðingarnir Áskell ÞH og Vörður ÞH lönduðu einnig einu sinni hvor og voru með 76 og 80 tonn.

Loks má nefna að Sveinbjörn Hjálmarsson kafari kom með 67 kg af ígulkerjum að landi.

DEILA