Ísafjarðarbær gerist aðili að Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Mikil fjölgun starfsmanna hefur orðið hjá sveitarfélögum landsins.

Bæjrstjórn hefur samþykkt að gerast aðili að Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni (Landsbyggðar-hses.), sem fyrirhugað er að stofna, en stefnt er að því að það verði óhagnaðardrifið leigufélag í eigu sveitarfélaga á landsbyggðinni. Með því verði hægt að stuðla að byggingu hagstæðra leiguíbúða í sveitarfélaginu með stofnframlögum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Ísafjarðarbæ.

Bæjarstjórnin samþykkti fyrir áramót að veita Skeiði ehf. 12% stofnframlag vegna nýbyggingar fjölbýlishúss í sveitarfélaginu, en áætluð gjöld sem sveitafélagið gefur eftir eru gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld, þ.e. kr. 13.800.000, og áætlað greitt stofnframlag á árinu 2022 er kr. 9.238.805 og við verklok árið 2023 kr. 23.038.805.

Kannaður verður verði möguleiki á að umsókn Skeiðs ehf. um stofnframlag og byggingu almennra íbúða í sveitarfélaginu renni inn í verðandi húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.

DEILA