Húsmæðraskólinn á Ísafirði – skólaspjöld óskast

Við Austurveg á Ísafirði stendur glæsilegt hús sem byggt var fyrir Húsmæðraskólann Ósk árið 1948. Í húsinu, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, er Tónlistarskóli Ísfirðinga nú til húsa.

Verið er að leggja lokahönd á sögusýningu um fjölbreytta starfsemi Húsmæðraskólans í húsinu og kennir þar ýmissa grasa. Albert Eiríksson hafði samband við Bæjarins besta og óskaði eftir liðsinni lesenda við að finna skólaspjöld. Hann sagði að það vantaði nokkur skólaspjöld.

Árin sem vantar eru þessi:

1917-18, 1918-19, 1919-20, 1920-21, 1921-22, 1922-23, 1926. 1941-42. 1960-61, 1961-62, 1962-63, 1964-65, 1965-66, 1966-67, 1967-1968, 1968-69, 1970-71 og 1971-72 og skólaspjöld eftir 1974.

Hægt er að hringja í 450 8340 eða senda á albert.eiriksson@gmail.com

DEILA