Greiðsluþátttaka lífeyrisþega vegna tannlæknaþjónustu lækkar

Um áramótin tóku gildi nýjar reglur um þátttöku ríkisins í tannlæknakostnaði. Annars vegar lækkar greiðsluþátttaka aldraðra og öryrkja þar sem hlutur ríkisins hækkar úr 57% í 63% af kostnaði við almennar tannlækningar. Áætlaður útgjaldaauki sjúkratrygginga vegna þessa nemur um 200 milljónum króna á ársgrundvelli.

Hins vegar hækkar hlutur ríkisins úr 50% í 80% hjá öðrum en öldruðum og öryrkjum vegna nauðsynlegra tannlækninga sem stafa af alvarlegum afleiðingum meðfæddra galla, slysa og sjúkdóm. Áætlaður útgjaldaauki sjúkratrygginga vegna þessa nemur 180 milljónum króna á ársgrundvelli.

DEILA