Flateyringur fékk Fálkaorðuna í gær

Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir menntunarfræðingur, Flateyri, fyrir framlag til menntamála og menningarmála í héraði.

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, 1. janúar 2022, sæmdi forseti Íslands tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.

Þau eru:

 1.  Áslaug Geirsdóttir prófessor, Reykjavík, fyrir störf á sviði jarðvísinda og loftslagsrannsókna.
 2.  Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, Reykjavík, fyrir störf á sviði íþróttamála, félagsmála og miðlunar.
 3.  Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskra bókmennta.
 4.  Haraldur Ingi Þorleifsson frumkvöðull, Reykjavík, fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála.
 5.  Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir menntunarfræðingur, Flateyri, fyrir framlag til menntamála og menningarmála í héraði.
 6.  Katrín Fjeldsted heimilislæknir, Reykjavík, fyrir framlag til heilbrigðis- og félagsmála auk starfa í opinbera þágu.
 7.  Kristín Þorkelsdóttir hönnuður, Kópavogi, fyrir brautryðjendastörf á sviði hönnunar og framlag til myndlistar.
 8.  Ólafía Jakobsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, fyrir störf á sviði landverndar og menningarmála í héraði.
 9.  Sigurður Flosason, hljóðfæraleikari og tónskáld, Reykjavík, fyrir framlag til djasstónlistar og störf á vettvangi tónlistarmenntunar.
 10.  Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur og prófessor emeritus, Kópavogi, fyrir rannsóknir og þróun á vinnslu sjávarafurða.
 11.  Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra, Reykjavík, fyrir störf í opinbera þágu.
 12.  Trausti Valsson, prófessor emeritus, Reykjavík, fyrir framlag til skipulagsfræða og samfélagsumræðu.

Fram til þessa hafa konur borið riddarakross eða stórriddarakross í slaufu, en karlar í borða. Sú breyting hefur nú verið gerð að orðuband við riddarakross og stórriddarakross orðunnar er hið sama, óháð kyni.Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA