Covid19: engin ný smit í gær á Vestfjörðum

Engin covid19 smit voru greind á Vestfjörðum í gær. Á landinu voru 1.238 ný smit. Í einangrun eru nú 9.125 og 7.525 eru í sóttkví. Á Landsspítalanum eru 30 sjúklingar með covid og þar af eru 8 á gjörgæslu. Fimm eru í öndunarvél. Eitt andlát var í gær, það var karlmaður á sjötugsaldri sem lést á Landsspítalanum af völdum covid19.

Í Strandasýslu er 5 í einangrun, 3 á Hólmavík og einn á Drangsnesi og í Árneshreppi. Á sunnanverðum Vestfjörðum eru 6 með virkt smit, 5 á Patreksfirði og einn á Bíldudal. Á norðanverðum Vestfjörðum eru 25 í einangrun. Sem fyrr eru flestir smitaðir á Þingeyri, en þar eru nú 10 í einangrun. Í Bolungavík eru 8, þrír á Flateyri og tveir á ísafirði og loks einnig tveir í Súðavík.

Samtals eru því 36 í einangrun á Vestfjörðum og hefur þeim fækkað um 9 frá því deginum áður.

DEILA