Covid19: 9 smit í gær

Níu ný covid19 smit greindust á Vestfjörðum í gær. Fjögur þeirra voru á Þingeyri, tvö á Hólmavík og á ísafirði og eitt í Bolungavík.

Alls greindust 1.466 smit í gær á landinu öllu. Alls eru 8.641 í einangrun með virkt smit á landinu, og 6.940 í sóttkví eða samanlagt 15.581. 

Á Landspítalanum eru 28 með covid og fjölgar um þrjá síðan í gær. Nú eru átta á gjörgæslu með covid, þar af eru sjö óbólusettir.

Á Vestfjörðum eru nu 45 með virkt smit. Í Strandasýslu eru 5 smit. 3 á Hólmavík og eitt á Drangsnesi og í Árneshreppi. Í Vestur Barðastrandarsýslu eru smitin 8, þar af 7 á Patreksfirði. Eitt smit er á Bíldudal.

Á norðanverðum Vestfjörðum eru 16 smit á Þingeyri, 8 í Bolungavík, 3 á Flateyri og einnig á Ísafirði og loks 2 í Súðavík. Samtals eru smitin 32 á þessu svæði.

DEILA