covid19: 9 smit í gær á Vestfjörðum

Níu smit greindust á Vestfjörðum í gær. Sjö þeirra voru á Patreksfirði, eitt á Reykhólum og eitt á Flateyri.

Als eru þá 57 virk smit á Vestfjörðum. Flest eru á Patreksfirði 33, 1 á Tálknafirði og 3 á Bíldudal. Á Reykhólum er eitt smit og 4 í Strandasýslu, 3 á Drangsnesi og eitt í Árneshreppi. Á norðanverðum Vestfjörðum eru 15 smit. Átta þeirra eru í Bolungavík, 4 á Ísafirði, 2 á Þingeyri og 1 á Flateyri.

1.133 smit voru greind í gær á landinu öllu, 8.480 eru í ein­angr­un og 11.899 í sótt­kví.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA