Covid19: 8 smit í gær

Átta smit greindust á Vestfjörðum í gær. Fjögur þeirra voru í Bolungavík, tvö á Ísafirði og tvö á Þingeyri.

Á landinu greindust 1.195 smit. Tíu þúsund og önnur 10 þúsund í einangrun.

Á Vestfjörðum eru nú 57 smit virk. Flest eru þau á Patreksfirði 28. Á Tálknafirði er eitt smit og 2 á Bíldudal. Í Stradasýslu eru 5 smit, fjögur á Hólmavík og eitt á Drangsnesi.

Á norðanverðum Vestfjörðum eru 21 smit. Átta þeirra eru í Bolungavík, 7 á Ísafirði og 6 á Þingeyri.

Leiðrétting kl 13:23. Smitin eru 1 á Hólmavík og 4 á Drangsnesi eins og myndin reyndar sýni en tölunum er víxlað í textanum.

DEILA