Covid19: 6 ný smit í gær á Vestfjörðum

Sex smit bættust við á Vestfjörðum í gær. Þrjú smit greindust á Suðureyri, tvö á Þingeyri og eitt á Drangsnesi.

Alls voru 1.277 smit í gær á landinu. Rúmlega 18 þúsund manns eru ýmist í einangrun eða sóttkví. Á sjúkrahúsi eru 37, þar af 8 á gjörgæslu.

Alls eru 37 í einangrun á Vestfjörðum. Flestir eru á Þingeyri eða 11, 8 í Bolungavík og 4 á Patreksfirði. Þrír eru í einangrun á Suðureyri og Ísafirði, tveir á Hólmavík, Drangsnesi og Flateyri. Einn er í einangrun í Súðavík og einnig einn á Bíldudal.

DEILA