Covid19: 38 smit á Vestfjörðum

Á gamlársdag greindust 7 smit á Vestfjörðum, 5 í Bolungavík og 2 á Patreksfirði. En á nýársdag voru engin smit skráð.

Alls eru nú 28 virk smit í fjórðungnum samkvæmt covid vef RUV, se er er samstarfsverkefni Kveiks og Landmælinga Íslands.

Flest eru þau á þingeyri eða 13. Átta smit eru í Bolungavík, þrjú á Flateyri og í Suðavík og 2 á Ísafirði.

Á sunnanverðum Vestfjörðum eru 5 smit a Patreksfirði og 1 á Bíldudal. Í Strandasýslu eru 3 smit, eitt á hverjum stað Hólmavík, Drangsnesi og Árneshreppi.

DEILA