Covid19: 3 ný smit á Vestfjörðum

Þrjú smit greindust á Vestfjörðum í gær. Þau voru á Patreksfirði, Ísafirði og í Bolungavík.

Alls eru þá 62 í einangrun í fjórðungnum. Flest eru á Patreksfirði eða 33. Á Tálknafirði er eitt smit og þrjú á Bíldudal.

Í Strandasýslu eru sem fyrr 4 smit á Drangsnesi og eitt á Hólmavík. Á norðanverðum Vestfjörðum eru 9 smit í Bolungavík, 6 á Ísafirði og 5 á Þingeyri.

Alls greindust 1.221 smit á landinu öllu í gær. á júkrahúsi eru nú 43 og þar af 8 á gjörgæslu. Nærri 21 þúsund eru ýmist í sóttkví eða í einangrun.

DEILA