Covid19: 16 ný smit í gær á Vestfjörðum

Í greindust 16 smit á Vestfjörðum. Níu þeirra voru á Patreksfirði, eitt á Bíldudal og tvö á Þingeyri, í Bolungavík og á Ísafirði.

Alls eru þá 48 virk smit í fjórðungnum. Á Patreksfirði eru 13 smit og 2 á Bíldudal. Á Hólmavík og Drangsnesi eru vö á hvorum stað. Á norðanverðum Vestfjörðum eru 12 smit á Þingeyri, 10 í Bolungavík, 5 á Ísafirði, eitt á Flateyri og annað í Súðavík.

Smitfjöldinn í gær var 1.242 á landinu öllu. Tæplega 11 þúsund manns eru í einangrun og 9 þúsund í sóttkví.

DEILA