Covid19: 14 smit í gær á Vestfjörðum

Í gær greindust 14 smit á Vestfjörðum. Níu voru á Patreksfirði, 3 á Drangsnesi og 1 á Tálknafirði og sama á Bíldudal.

Við þetta fjölgaði virkum smitum upp í 55. Flest eru á Patreksfirði 29 og 1 á Bíldudal. Í Strandasýslu eru 6 smit, 4 á Drangsnesi og 2 á Hólmavík. Á norðanverðum Vestfjörðum eru 19 smit, 8 á þingeyri, 6 á Ísafirði og 5 í Bolungavik.

Alls voru 1.232 smit í gær á landinu. Á Landspítalanum liggja 39 sjúklingar með covid19. Sjö þeirra eru á gjörgæslu.

DEILA