Covid: 4 smit í gær

Fjögur smit greindust á Vestfjörðum í gær. Tvö þeirra voru í Bolungavík og tvö í Súðavík.

Alls eru nú 45 virk smit á Vestfjörðum. Sautján eru a Patreksfirði og tólf á Ísafirði. Á Þingeyri eru 6 smit og þrjú í Súðavík og einnig í Bolungavík. Tvö smit eru á Bíldudal og eitt á Flateyri og Hólmavík.

Smitum fækkaði í gær frá fyrri dögum og voru 934 á landinu.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA