Covid: 3 smit á Vestfjörðum í gær

Þrjú mit greindust á Vestfjörðum í gær. Þau voru á Patreksfirði, Hólmavík og á Drangsnesi, eitt á hverjum stað.

Alls eru 47 í einangrun í fjórðungnum. Flest smit eru á Patreksfirði eða 19 og 14 eru á Ísafirði. Á Þingeyri eru 6 smit, 2 á Tálknafirði og önnur tvö í Bolungavík. Eitt smit er í Súðavík og einnig á Flateyri.

Um 1200 smit greindust á landinu í gær og rúmlega 10 þúsund manns eru með virkt smit og hafa aldrei verið fleiri.

DEILA