Bolungavík: Þorrablóti frestað

Þorrablótsnefndin sem setið hefur lengur en nokkur önnur nefnd frá upphafi.

Þorrabótinu í Bolungavík 2022 hefur verið frestað. Í tilkynningu frá þorrablótanefndinni segir að nefndin hafi tekið þá erfiðu ákvörðun að fresta enn og aftur þorrablóti hjóna og sambúðarfólks í Bolungavík.

„Miðað við ástandið sem er í dag og þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi þá var þetta að okkar mati besta og skynsamlegasta ákvörðun sem hægt var að taka.“ segir í tilkynningunni.

Þetta þýðir að þorrablótsnefndin sem kosin var 2020 fyrir 2021 blótið mun sitja þriðja árið og fram á 2023.

Formaður þorrablótsnefndarinnar er Guðrún D. Guðmundsdóttir.

Þorrablótið er vinsælasti viðburður hvers árs í Bolungavík. Að því standa konur, giftar eða í sambúð, sem bjóða bónda sínum til blótsins og sér þorrablótsnefndin um allan undirbúning og skemmtiatriði.

DEILA