Arctic Fish: aukin afföll vegna kulda

Frá Dýrafirði. Mynd: Arctic Fish.

Á síðustu dögum hefur orðið vart við aukin afföll á laxeldissvæðum  í Dýrafirði. Á þessum árstíma þegar að sjórinn er kaldur og vetrarverður gera vart við sig eykur það álag á laxinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arctic Fish.

Að sögn Daníels Jakobssonar, forstöðumanns viðskiptaþróunar gætu afföllin farið í um 3% en um 10 þúsund tonn eru í kvíum fyrirtækisins í Dýrafirði.

Viðbrögð fyrirtækisins til þess að draga heldur úr afföllunum eru að flýta slátrun úr 5 kvíum sem tæma átti á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er áætlað að verði um 2000 tonn. Slátrað verður á Bíldudal eins og verið hefur.

DEILA