65% byggðakvótans í Ísafjarðarbæ

Hnífsdalur.

Birt hefur verið úthlutun byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiár 2021/22 eins fram kom á bb.is í gær. Alls var úthlutað um 4.600 þorskígildistonnum til útgerða á landinu, þar af eru 1.692 þorskígildistonn sem úthlutað er til útgerða á Vestfjörðum.

Stærstur hluti byggðakvótans eða 1.091 tonn fer til útgerða innan Ísafjarðabæjar. Það er um 65% af þeim byggðakvóta sem kemur í hlut Vestfjarða. Til Flateyrar er úthlutað 300 tonnum, 281 tonni til Þingeyrar, 192 tonni til Suðureyrar, 178 tonnum til Hnífsdal og 140 tonnum til Ísafjarðar.

Til Vesturbyggðar vegna Bíldudals fara 70 tonn og 300 tonn til Tálknafjarðar. Alls er úthlutað 231 tonni til byggðarlaga í Strandasýslu, 140 tonnum til Hólmavík í Strandabyggð, 76 tonnum til Drangsness og 15 tonnum til Norðurfjarðar í Árneshreppi.

Engum byggðakvóta er úthlutað til Reykhólahrepps, Bolungavíkur og Súðavíkur.

Leiðrétting kl 11:42.

Hér þarf að leiðrétta tölur. Til Vesturbyggðar vegna Brjánslækjar er úthlutað 15 tonnum og sama magni til Bolungavíkur. Einnig 90 tonnum til Súðavíkur. Samtals er því 1.802 tonnum úthlutað til Vestfjarða og hlutur Ísafjarðarbæjar er 61% af heildinn en ekki 65%.

Skýringin er að lesið var af samtöludálki úthlutunarskjalsins en ekki þeim dálki sem gefur úthlutun 2021/22.

DEILA