Vestri: Tvær úr mfl kvenna eru valdar í æfingahóp U18 landsliðsins

Tvær stúlkur sem leika með meistaraflokki Vestra í körfuknattleik hafa verið valdar til æfinga með U18 landsliðinu nú í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa liðanna fyrir næsta sumar 2022 en þá er stefnt að þátttöku í mótum fyrir öll lið. Alls voru valdar 30 stúlkur.

Að venju verða leikmannahópar mældir af HR (t.d hæð, faðmur) og svo eru almennar snerpu-, kraft- og þolæfingar með líkt og undanfarin ár sem fara fram 27. desember. Verið er að skipuleggja æfingar liðanna.

Það eru þær Gréta Proppé Hjaltadóttir og Snæfríður Lillý Árnadóttir sem eru í hóp fyrir U18.

Valið felur í sér mikla viðurkenningu, ekki bara fyrir Grétu og Snæfríði heldur einnig fyrir starf körfuknattsleiksdeildar Vestra. 

DEILA