Vestfirðir: Níu ný smit á tveimur dögum

Dreifing nýrra smita á jóladag á Vestfjörðum.

Níu smit greindust á Vestfjörðum á aðfangadag og jóladag og eru þau þá orðin alls 27 sem eru virk. Á aðfangadag greindust 4 smit og 5 á jóladag.

Þrjú smitanna voru á Ísafirði, tvö á Þingeyri, tvö á Hólmavík og eitt í Súðavík og Patreksfirði.

Smitin eru langflest á Þingeyri eða 15 alls. Á Ísafirði eru 3 smit og önnur þrjú á Hólmavík. Tvö smit eru virk á Patreksfirði og önnur tvö á Flateyri. Eitt smit er á Drangsnesi og annað í Súðavík.

Þessar upplýsingar koma fram á vef RUV.

Á landinu eru liðlega 2.600 smit og 3.159 til viðbótar eru í sóttkví. Þann 22.12. 2021 voru 10 sjúklingar með covid19 á sjúkrahúsi og 3 á gjörgæslu.

DEILA