Uppskrift vikunnar: Áramótauppskriftin

Öll viljum við hafa eitthvað að maula til dæmis yfir Áramótaskaupinu. Þessi uppskrift er frá Örnu í Bolungavík og er frábær sem snarl yfir áramótin eða hvenær sem er. Ég prufaði þessa fyrr á árinu og fannst hún alveg frábær.

Uppskriftin og myndir eru frá Lindu Ben

Hráefni sem þú þarft:

Kryddostur með hvítlauk frá Örnu Mjólkurvörum

250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

2 stk Baguette

1 dós niðursoðinn aspas (u.þ.b. 400 g)

200 g skinka

1 stk sveppateningur

Salt og pipar

U.þ.b. 150 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð:

1.Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.

2.Rífið kryddostinn niður í pott og hellið rjómanum út á, bræðið ostinn á vægum hita.

3.Skerið skinkuna niður í bita og stappið aspasinn létt með gaffli, blandið því saman við ostablönduna.

4.Skerið toppinn af baguettunum og skiptið fyllingunni á milli, setjið rifinn mozzarella yfir og bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast.

Verði ykkur að góðu og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Halla Lúthersdóttir

DEILA