Þverun Vatnsfjarðar: kæru vísað frá

Kæru Samgöngufélagsins til úrkurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál var vísað frá á fimmtudaginn.  Krafist var ógildingar á samþykkt bæjarstjórnar Vesturbyggðar á tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 hvað varðar veglínu um Vatnsfjörð en bæjarstjórnin hafnaði þverun sem valkosti en á eftir að velja milli þriggja kosta um endurbyggingu vegarins fyrir fjörðinn.

Í úrskurðinum segir að skipulagstillagan hafi ekki hlotið staðfestingu Skipulagsstofnunar og hafi því ekki tekið gildi, en að ákvörðun sem ekki bindur enda á mál verður ekki kærð fyrr en málið hefur verið til lykta leitt.

Þá segir í úrskurðinum að þær ákvarðanir sem Skipulagsstofnun og ráðherra ber að skipulagslögum að staðfesta verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, sbr. 1. mgr. 52. gr. skipulagslaga. Þegar af þeirri ástæðu verður kærumáli þessu vísað frá úrskurðarnefndinni.

Bent er á að hins vegar að eftir atvikum eru framkvæmdaleyfi sem samþykkt eru á grundvelli hins kærða aðalskipulags kæranleg til úrskurðarnefndarinnar.

DEILA