Súðavík: sveitarstjórn samþykk hugmyndum Tálknfirðinga

Súðavík. Þar eru hlutfallslega flestir erlendir ríkisborgarará Vestfjörðum. Mynd: Þorsteinn Haukur.

Á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps í gær var tekið fyrir erindi sveitarstjórnar Tálknafjarðar um óformlegar viðræður 8 sveitarfélaga á Vestfjörðum um sameiningu sveitarfélaganna, þ.e. allra nema Ísafjarðarbæjar.

Bókað er í fundargerð að Sveitarstjórn er samþykk óformlegum viðræðum um sameiningarmál svo sem fram er
farið á í erindinun en leggur til að sveitarstjórn fjalli um málið eftir sveitarstjórnarkosningar í vor.

DEILA