Strandabyggð: fyrrv. sveitarstjóri stefnir sveitarfélaginu fyrir dóm

Þorgeir Pálsson er oddviti og sveitarstjóri í Strandabyggð.

Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Strandabyggð hefur stefnt sveitarfélaginu fyrir Héraðsdóm Vestfjarða og krefst þess að fá greidd biðlaun í þrjá mánuði auk miskabóta.

Búið er að dómtaka málið og málsaðilar hafa skilað inn sínum greinargerðum.

Þorgeiri var greiddur þriggja mánaða uppsagnarfrestur en hann gerir kröfu um biðlaun að auki.

Á hreppsnefndarfundi í október var bókað:

„Sveitarstjórn vill koma því á framfæri að gengið hefur verið frá starfslokum fyrrverandi sveitarstjóra í fullu samræmi við ráðningarsamning og í takt við ráðleggingar lögfræðinga. Sveitarstjórn telur að kröfurnar eigi ekki rétt á sér og felur því oddvita og lögmönnum sveitarfélagsins að taka til varna í málinu og verja hagsmuni sveitarfélagsins.“ Samþykkt samhljóða.“

DEILA