Patreksfjörður: Oddi hf færir starfsfólki Hvest gjafabréf

Frá afhendingu gafarinnar. Mynd: aðsend.

Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf., færði fyrir helgina öllu starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði gjafabréf. Oddi hf. vill með því þakka starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Patreksfirði fyrir þeirra óeigingjarna og mikilvæga starf í þessari Covid bylgju sem undanfarið hefur reynt mikið á alla á Patreksfirði, en sérstaklega mikið á starfsmönnum Heilbrigðisstofnunarinnar, með því að gefa þeim gjafabréf í dekurmeðferðir sem í boði eru á Patreksfirði. Þeir aðilar sem bjóða slíkt eru Calma heilsumeðferðarstofa og Korriró nuddþjónusta.

Er það von Odda að þetta nýtist vel fyrir starfsmenn þegar hægir um þessa bylgju.

DEILA