Ísafjörður: þrjár íbúðir bætast við á Hlíf 1

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að breyta skipulagi á 4. hæð á Hlíf 1 þannig að að rými í norðurhluta 4. hæðar, sem nú er nýtt fyrir íbúð annars vegar og tvö herbergi með bað- og salernisaðstöðu hins vegar, verða sameinuð í eina íbúð með tveimur svefnherbergjum, salerni með þreplausri sturtu og þvottaaðstöðu, eldhúsi, geymslu, borðstofu og stofu og einnig að að rými í norðurenda 4. hæðar hússins, sem nú er nýtt sem fönduraðstaða/dægradvöl, verði breytt í tvær íbúðir sem eru með einu sverfnherbergi, stofu, borðstofu/anddyri og baðherbergi með þreplausri sturtu og þvottaaðstöðu í hvorri íbúð.

Bæjarstjórnin samþykki að selja byggingarétt rýmis á 4. hæð Hlífar 1 á Ísafirði, með samþykki um ofangreind byggingaráform, m.v. núverandi ástand þ.e. fokheldisstig, með þeim kvöðum sem eru á húsinu.

Sex bæjarfulltrúar voru samþykkir þessu en 3 fulltrúar Í listans sátu hjá.

Viðbót kl 13:37.

Arna Lára Jónsdóttir skýrði afstöðu sína með eftirfarandi bókun:

„Ég fagna því að byggja eigi íbúðir á 4.hæðinni á Hlíf. Varðandi sölu á byggingarrétt á íbúðunum þá tel ég betur fari á því að Ísafjarðarbær eigi þessar íbúðir og leigi þær út. Þess vegna mun ég sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu“.

DEILA