Ísafjörður: Jólatrjáasala Björgunarfélagsins

Jólatrjáasala Björgunarfélags Ísafjarðar er opin alla daga frá kl 17-20 fram að jólum. Til sölu er norðmannsþinur í öllum stærðum.

Salan fer fram í Guðmundarbúð, Sindragötu 6.

Þessi fjáröflun skiptir Björgunarfélagið miklu máli og íbúar samfélagsins njóta sannarlega góðs af henni með því að fá jólatré og styðja við öflugt starf í leiðinni.

DEILA