Ísafjarðarkirkja: hægt að setja ljósakrossa á leiði

Ísafjarðarkirkja minnir á að enn er hægt að setja ljósakross á leiði ástvina í kirkjugörðunum á Ísafirði og í Hnífsdal. Allt er til reiðu í kirkjugörðunum. Þau sem vilja sjálf setja ljósakross í samband eru beðin um að senda eftirfarandi upplýsingar á kirkjuthjonn@simnet.is :

kennitölu greiðanda og nafn þess sem hvílir í leiðinu. Hver raftenging í kross kostar 5000 krónur.

DEILA