Ísafjarðarbær: Skeið ehf fær 46 m.kr. stofnframlag

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að óstofnaða húsnæðissjálfseignarstofnunin Skeið ehf fái um 12% stofnframlag vegna nýbyggingar fjölbýlishúss í sveitarfélaginu, en stofnvirði framkvæmdarinnar er kr. 46.077.610 sem skiptist í gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld, þ.e. kr. 13,8 m.kr. og áætlað greitt stofnframlag, kr. 32,3 m. kr., helmingur greitt árið 2022 og helmingur við verklok árið 2023.

Áætlaður heildarkostnaður er 383.980.610 kr. og byggðar verða 10 íbúðir við Sindragötu 4a á Ísafirði.

Fjármögnun verksins er að til viðbótar stofnframlagi sveitarfélagsins kemur stofnframlag ríkisins 18% eða kr. 69.116.415, sérstakt byggðaframlag 4% eða kr . 15.359.203 og lán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 66% eða kr. 253.426.857.

Stefnt er að verkbyrjun í maí 2022 og verkinu ljúki 15.11.2023.

DEILA