Handbolti: öðru sinni naumt tap Harðar

Mynd frá leik Harðar við Fjölni um síðustu helgi.

Hörður Ísafirði ferðist til Akureyrar um helgina og lék þar við Þór í Grill66 deildinni.

Leikurinn varð bæði jafn og spennandi en svo fór að öðru sinni á skömmum tíma mátti Hörður þola eins marks tap, nú 31:30. En um síðustu helgi tapaði Hörður fyrir Fjölni í Grafarvogi einnig með einu marki. Fyrir vikið missti Hörður toppsætið í deildinni til ÍR og situr í 2.-3. sæti ásamt Fjölni. ÍR hefur 18 stig en hin liðin tvö 16 stig. Þór Akureyri er í fjóðra sæti með 14 stig. Öll efstu liðin hafa leikið 10 leiki og er keppnin nákvæmlega hálfnuð. Tvö efstu liðin vinna sér sæti í Olís deildinni, sem er efsta deildin, á næsta keppninstímabili.

Mörk Harðar: Kenya Kasahara 7, Sigeru Hikawa 5, Axel Sveinsson 4, Guntis Pilpuks 3, Mikel Amilibia Aristi 3, Daníel Wale Adeleye 3, Jón Ómar Gíslason 3, Ásgeir Óli Kristjánsson 1, Þráinn Ágúst Arnaldsson 1.

DEILA