Forstjóri Arnarlax fjárfestir í félaginu

Björn Hembre forstjóri Arnarlax.

Björn Hembre, forstjóri Arnarlax hefur keypt 30.000 hluti í Arnarlax eða Icelandic Salmon eins og félagið heitir í norsku kauphöllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var í gær.

Hver hlutur var keyptur á 147,25 nkr eða 2.091 íslenskra krónur. Kaupverð hlutanna hefur verið nærri 64 milljónum króna íslenskar. Samtals á Björn þá 32.900 hluti í félaginu sem er um 0,1% en auk þess á hann kauprétt á 100.000 hlutum til viðbótar.

Heildarverðmæti Arnarlax nálgast 70 milljarða króna miðað við gangverðið í kauphöllinni norsku í gær.

DEILA