Covid19: 893 smit í gær – 5 á Vestfjörðum

Metfjöldi nýrra smita greindust í gær. Alls voru þau 893, þar af 836 innanlands. Á Vestfjörðum greindust 5 ný smit, þrjú á Patreksfirði og 2 á Bíldudal.

Alls eru þá 33 virk smit á Vestfjörðum. Flest eru þau 14 á Þingeyri, 5 á Patreksfirði og 4 á Ísafirði. Þrjú smit eru á Hólmavík og eitt á Drangsnesi. Tvö smit eru á Bíldudal og í Bolungavík. Eitt smit er í Súðavík og annað á Flateyri.

DEILA