Covid: mörg smit á Vestfjörðum

Samkvæmt korti sem RUV birtir og miðast við gærdaginn höfðu greinst 8 smit í Dýrafirði og 3 í Önundarfirði síðustu 24 klst fyrir 19. desember. Smitin eru öll skráð í dreifbýli. Séu smittölurnar reiknaðar yfir í tilfelli á hverja 100.000 íbúa er Þingeyri í 3. sæti yfir hæsta smittíðni á landinu og Flateyri í 4. sæti. Patreksfjörður er svo í 6. sæti.

Lögreglan : 20 smit á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum birti nýjar tölur í mörgun um smit á Vestfjörðum. Eru 7 smit á sunnarverðum Vestfjörðum og 13 á norðanverðum Vestfjörðum. Ekkert smit er í Strandasýslu og Reykhólahreppi. Fyrir helgina voru smitin 16 og hefur því fjölgað um fjögur. Lögreglan á Vestfjörðum veitir ekki upplýsingar um dreifingu smita eftir póstnúmerum.

DEILA