Covid: 3 smit í gær

Í gær, annan í jólum, greindust þrjú ný smit á Vestfjörðum. Voru tvö þeirra í Bolungavík og eitt á Ísafirði.

Alls eru 30 smit á Vestfjörðum eftir gærdaginn. Helmingur þeirra eða 15 eru á Þingeyri, 4 á Ísafirði, 3 á Hólmavík og 2 á Flateyri, Patreksfirði og í Bolungavík. Eitt smit er á Drangsesi og í Súðavík.

Alls greindust 664 smit á landinu öllu í gær.

DEILA