Covid: nýgengi hæst á Þingeyri

Eftir smittölur gærdagsins er Þingeyri með hæsta nýgengi á landinu 3703,7 smit á hverja 100.000 íbúa. Þetta kemur fram á vefsíðu RUV.

Við nánari athugun kemur í ljós að á bak við þessa tölu eru 3 smit á Þingeyri sem bættust við í gær og eru þau alls orðin 13. Þá er einnig skráð 1 smit á Hólmavík. Á Þingeyri eru 13 í einangrun, 3 á Flateyri, 2 á Tálknafirði og einn a Hólmavík.

Engin ný tilvik eru skráð ( nýgengi = 0) eru á Tálknafirði, Reykhólum, í Bolungavík, Súðavík, á Drangsnesi og í Árneshreppi.

DEILA