Bolungavíkurhöfn: 2.137 tonna afli í nóvember

Fríða Dagmar ÍS í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 2.137 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði. Er það með því mesta sem verið hefur á einum mánuði.

Mest var veitt í botntroll eða 755 tonn. Sirrý ÍS var með 605 tonn í 7 veiðiferðum og Harðbakur EA landaði 149 tonnum.

Um 720 tonn komu í land af 8 dragnótarbátum. Þar var Bárður SH aflahæstur með 291 tonn, Þorlákur ÍS 152 tonn og Ásdís ÍS með 107 tonn.

Fjórir línubátar veiddu samtals um 620 tonn. Það voru Fríða Dagmar ÍS, Jónína Brynja ÍS, Otur II ÍS og Indriði Kristins BA.

Tveir handfærabátar komu með 6 tonn að landi.

Þá veiddi Sjöfn SH 26 tonn með ígulkerjaplóg.

DEILA