Andlát: Jónína Kristín Jakobsdóttir

Á þriðjudaginn í síðustu viku lést á Ísafirði Jónína Kristín Jakobsdóttir frá Kvíum í Jökulfjörðum 95 ára að aldri.

Jónína var dóttir Jakobs Falssonar, bátasmiðs og ólst upp í Kvíum. Hún fluttist síðar með foreldrum sínum til Bolungavíkur og svo til Ísafjarðar.

Jónína lærði hannyrðir í Reykjavík og var handavinnukennari og starfaði við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar og Húsmæðraskólann Ósk. Hún var virk í starfi kvenfélagsins Ósk, bar hag þess ætíð fyrir brjósti og var formaður félagsins um tíma.

Jónína giftist Garðari Guðmundssyni 1960 og bjuggu þau alla sína tíð á Ísafirði. Þau eignuðust þrjá syni Björn, Jakob Fal og Atla. Saman ráki þau Björnsbúð um langt árabil. Garðar lést árið 2019.

Útförin fer fram föstudaginn 17. desember frá Ísafjarðarkirkju og hefst athöfnin kl 14.

Streymi má nálgast á

https://fb.me/e/1ok6hDCaE

DEILA