Vestri og Hörður á sigurbraut um helgina

Lið Harðar eftir sigurinn gegn ÍR. Mynd: aðsend.

Handknattleikslið Harðar í karlaflokki sem spilar í Grill66 deildinni vann toppslaginn við ÍR og hefur tekið forystuna í deildinni með 10 stig eftir 5 leiki. Tvö efstu liðin vinna sér sæti í Olísdeildinni sem er efsta deildin.

Leikið var í Austurbergi á heimavelli ÍR. leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn. Staðan í hálfleik var 16:19 Herði í vil. Í seinni hálfleik var jafn nánast á öllum tölum og Harðarmenn skorðuðu sigurmarkið 36:37 á síðustu mínútu leiksins.

Leikskýrslan hefur ekki verið birt og greint var frá því í gærkvöldi að ÍR hefði kært framkvæmd leiksins og ber við því að gefin hafi verið röng leikskýrsla fyrir leikinn.

Í tilkynningu frá ÍR segir:

„Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi.Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum. ÍR mun ekki tjá sig um málið frekar. Við treystum ferli HSÍ og setjum málið alfarið í þeirra hendur.“

Samkvæmt þessu virðist vera mögulegt að úrslit leiksins standi ekki, en ekki er vitað nánar um atvik né hverjar kröfur kærenda eru.

Staðan í Grill66 deildinni.

Karfan: Kvenalið Vestra vann sinn fyrsta leik

Á laugardaginn fékk kvennalið Vestra Snæfell í heimsókn í 1. deildinni í Íslandsmótinu.

Leikar fóru svo að Vestri vann sinn fyrsta leik á tímabilinu 75:72 í jöfnum leik þar sem Snæfell leiddi með 4 stigum í hálfleik. Sigurinn vannst í lokaleikhutanum sem Vestrastúlkur unnu með 8 stigum.

Vestri: Danielle Elizabeth Shafer 22/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hera Magnea Kristjánsdóttir 17/11 fráköst, Sara Emily Newman 13, Gréta Hjaltadóttir 7, Linda Marín Kristjáns Helgadóttir 6/9 fráköst, Allysson Caggio 6/4 fráköst, Snæfríður Lilly Árnadóttir 4/9 fráköst, Sigrún Camilla Halldórsdóttir 0, Deidre Ni Bahanin 0.

Frá leik Vestra fyrr í haust gegn ÍR á Torfnesinu.

DEILA