Vegagerðin: höfum öll leyfi fyrir Teigsskóg

Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að stofnunin viti af kvörtun tveggja aðila til Bernaskrifstofunnar í Strassborg yfir vegagerð í Gufudalssveit og fylgist með framvindu málsins þar. Þá hafi Vegagerðin upplýst viðeigandi aðila um það sem að okkur snýr, „en höldum annars okkar striki í framkvæmdinni enda með öll leyfi til staðar varðandi hana.“

Samkvæmt þessu hefur kvörtunin eða kæran ekki haft áhrif á framgang málsins og er ekki líklegt til þess.

DEILA