Vegagerðin birtir yfirlitsáætlun jarðganga með 23 verkefnum

Vegagerðin birtir í dag yfirlitsáætlun um jarðgöng á Íslandi er tekin hefur verið saman. Tildrögin eru að Alþingi samþykkti í fyrra að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi og að þar verði valkostir á einstökum leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði svo hægt að forgangsraða jarðgangakostum til lengri tíma.

„Mikilvægt er að vanda til verka og hefur því Vegagerðin tekið saman yfirlitsáætlun þeirra jarðgangakosta sem hafa verið til skoðunar og umfjöllunar á undanförnum árum og birt á heimasíðu sinni ásamt helstu greinargerðum og athugunum sem liggja þar að baki.“

Í samantektinni eru alls 23 verkefni, þar af eru 6 á Vestfjörðum: Klettháls, Miklidalur, Hálfdán, Dynjandisheiði, Breiðadalsleggur og Ísafjörður – Súðavík.

Fimm verkefni, göng og stokkar eru á höfuðborgarsvæðinu en átján jarðgangahugmyndir á landsbyggðinni.

Það voru  Gísla Eiríkssyni fyrrverandi forstöðumanni jarðgangadeildar Vegagerðarinnar og Frey Pálssyni, verkefnisstjóra jarðganga á hönnunardeild Vegagerðarinnar sem tóku greinargerðina saman.

http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/yfirlitsaaetlun-jardganga?fbclid=IwAR35oMbugw0LwtofkhUMJ7PYA-5pAc5buKxevHEj4yaY_m4AkVVRStIIxRM

Klettháls

Sem dæmi er birtur hér kaflinn um Klettháls:

DEILA