Þverun Vatnsfjarðar: lítill ávinningur og Flókalundur þarf meira pláss

Í svari Vesturbyggðar til Samgöngufélagsins við athugasemd félagsins, sem telur brýnt að gera ráð fyrir þverun vegar yfir Vatnsfjörð í V-Barðastrandarsýslu, segir að þverun myndi rýra gildi friðlýsingar svæðisins með því að skerða ásýnd þess. Í öðru lagi fengi starfsemi Flókalundar meira pláss með núverandi veglínu og loks í þriðja lagi hefði þverun óverulega styttingu í för með sér og því lítinn ávinning.

Samgögufélagið hefur birt yfirlit yfir skjöl sem tengjast erindi þess og kæru til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál og þau að finna á slóðinni:

Vatnsfjörður | samgongur.is

DEILA