Þriggja fasa rafmagn komið til Djúpuvíkur

Millispennar í Djúpuvík. Mynd: OV.

Á fimmtudaginn var tengdur og tekinn í notkun þriggja fasa rafmagnsstrengur í jörðu yfir Trékyllisheiði norður til Djúpuvíkur. Loftlínan yfir Trékyllisheiði hefur verið tekin úr rekstri. Það er Orkubú Vestfjarða sem stendur að verkinu og er það liður í þriggja fasa væðingu á Vestfjörðum til afskekktari byggða.

Næsta skref verður að huga að áframhaldinu með þriggja fasa línu frá Djúpuvík og norður í Trékyllisvík.

Samhliða lagningu jarðstrengsins í sumar yfir Trékyllisheiði var lagður ljósleiðari. Áður var búið að leggja rör með eldri streng OV sem liggur frá Goðdalsá að Djúpuvík. Það á að blása streng í það en það hefst líklega ekki fyrr en á næsta ári.

DEILA